
UMF Stjarnan
Gildi Stjörnunnar lýsa því hvað skal einkenna allt starf félagsins:
Fagmennska – Samstaða – Gleði - Árangur
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
Knattspyrnudeild Stjörnunnar leitar að drífandi og öflugum stjórnanda í stöðu framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar. Hlutverk framkvæmdastjóra er að tryggja faglega, markvissa og metnaðarfulla starfsemi deildarinnar í samstarfi við öflugt teymi starfsfólks, sjálfboðaliða og stjórn.
Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika, metnað og mikla skipulagshæfni.
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar heyrir beint undir framkvæmdastjóra UMF Stjörnunnar og ber ábyrgð á daglegum rekstri og framkvæmd stefnu deildarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með daglegum rekstri og starfsemi deildarinnar.
- Stýring fjármála, áætlunargerð og kostnaðareftirlit.
- Tekjuöflun og markaðssetning deildarinnar í samstarfi við stjórn og markaðsstjóra.
- Framkvæmd á stefnu deildarinnar.
- Umsjón og eftirfylgni varðandi starfsmannamál.
- Samningagerð og samskipti við styrktaraðila og birgja.
- Efling umgjörðar deildarinnar í samstarfi við stuðningsmenn, sjálfboðaliða og styrktaraðila.
- Umsjón með stjórnarfundum og upplýsingagjöf til stjórnar.
- Samskipti við KSÍ, ÍTF og aðra hagsmunaaðila.
- Ráðningar, starfsþróun og stuðningur við þjálfara í öllum flokkum í samvinnu við stjórn.
- Stuðningur við þjálfarateymi meistaraflokka kvenna og karla.
- Ábyrgð á samningagerð og samskiptum vegna leikmannasamningum svo og vegna kaupa og sölu leikmanna í samvinnu við stjórn og þjálfara félagsins.
- Umsjón með leyfiskerfi KSÍ.
- Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri UMF Stjörnunnar og stjórn deildarinnar felur viðkomandi hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af stjórnun, samningagerð og rekstri.
- Haldbær reynsla og þekking af íþróttastarfi.
- Reynsla af áætlanagerð og kostnaðareftirliti er kostur.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum ásamt sterkum leiðtoga- og skipulagshæfileikum.
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
- Frumkvæði, jákvætt viðhorf og metnaður til að ná árangri.
- Færni í að tjá sig á íslensku og ensku.
Advertisement published10. February 2025
Application deadline24. February 2025
Language skills

Required

Optional
Location
Ásgarður, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (7)

Verkefnastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar
UMF Stjarnan

Framkvæmdastjóri
Alva Capital ehf.

Framkvæmdastjóri
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Framkvæmdastjóri Krafts
Kraftur

Stjórnandi Kringvarp Føroya
Kringvarp Føroya

Íþróttastjóri
Skautafélag Reykjavíkur, listhldeild

FORSTÖÐUMAÐUR FRAMKVÆMDA
Skagafjörður