Ungmennafélagið Fjölnir
Ungmennafélagið Fjölnir
Ungmennafélagið Fjölnir

Verkefnastjóri grunnhópa í fimleikum

Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir að ráða verkefnastjóra grunnhópa og fimleika fyrir alla til starfa haustið 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í þjálfun og yfirumsjón deildar. Í fimleikadeild Fjölnis eru um 550 iðkendur. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitum við nú að öflugum einstaklingi til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta stefnu grunnhópa og fimleika fyrir alla og fylgja henni eftir með þjálfurum deildarinnar
  • Skipulagning vetrar- og sumarstarfs
  • Umsjón og yfirferð með mætingu iðkenda
  • Fagleg umsjón með þjálfurum deildarinnar
  • Markmiðasetning hópa
  • Skipulag og umsjón foreldrafunda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð þekking og reynsla af þjálfun
  • Hafa mikinn metnað og áhuga á starfinu, vera faglegur og áreiðanlegur í starfi
  • Reynsla af því að starfa með börnum
  • Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
  • Góð hæfni í samskiptum og samvinnu
  • Vera áhugasamur um að þróast í starfi og læra nýja hluti
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð
  • Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst
Advertisement published9. May 2025
Application deadline1. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Fossaleynir 1, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Gymnastics
Professions
Job Tags