

Vélstjóri
Við leitum að vélstjóra í framtíðarstarf í viðhaldsdeild félagsins. Starfstöðin er á Laxabraut í Þorlákshöfn.
Á næstu mánuðum og árum er mikið framundan hjá First Water. Á svæðinu á sér stað mikil uppbygging og samhliða henni fer fram uppsetning og gangsetning á búnaði, auk viðhalds á þeim kerfum sem þegar eru komin í rekstur. Um er að ræða fjölbreyttan búnað; ýmsar gerðir af dælum, varaaflsvélar, síubúnað, margvíslega skynjara og annan rafbúnað. Meðal verkefna eru umsjón og eftirlit með búnaði stöðvarinnar ásamt uppsetningu og gangsetningu á búnaði.
Um er að ræða frábært tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefni þar sem verkefnin eru bæði fjölbreytt og áhugaverð. Mikil tækifæri til að þróast í starfi og bæta við þekkingu.
First Water leggur áherslu á faglega viðhaldssjórnun og kemur viðkomandi til með að fá tækifæri til að taka þátt í þróun og uppbyggingu á viðhaldsstjórnunarkerfi.
Í fiskeldisstöð félagsins er margvíslegur véla- og tæknibúnaður sem krefst viðhalds og þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón, prófanir og reglulegar gangsetningar á varaaflsvélum
- Fyrirbyggjandi viðhald á búnaði stöðvarinnar, þ.m.t. borholudælum, fiskflutningsdælum o.fl.
- Þátttaka í gangsetningum á fjölbreyttum búnaði og kerfum
- Vinna við þróun og uppbyggingu á viðhaldsstjórnunarkerfi
Menntunar og hæfniskröfur
- Vélstjórnarréttindi
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Reynsla af viðhaldsstjórnunarkerfum æskileg
Nánari upplýsingar veitir Árni Viggó Sigurjónsson, viðhaldsstjóri, [email protected]
Umsóknafrestur er til og með 9. mars
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.











