
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í Virkni- og ráðgjafarteymi
Reykjanesbær leitar að öflugum og framsæknum félagsráðgjafa til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í virkni- og ráðgjafarteymi velferðarsviðs þar sem lögð er áhersla á mannúðlega nálgun, aukin lífsgæði og velferð þjónustunotenda.
Teymið sinnir mikilvægu starfi í þágu velferðarþjónustu við íbúa Reykjanesbæjar. Um er að ræða tímabundið starf til 31. ágúst 2027 í 100% starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði félagsþjónustu og faglegrar nálgunnar og nærgætni í málefnum einstaklinga sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Málstjóri og tengiliður í málefnum þjónustunotenda
- Félagsleg ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd með málum þjónustunotenda
- Móttaka og afgreiðsla umsókna um þjónustu, t.d. fjárhagsaðstoð og félagslegt leiguhúsnæði
- Þverfaglegt samstarf innan og utan velferðarsviðs og Reykjanesbæjar
- Þátttaka í stefnumótun og þróun umbóta í þjónustu sem styðja við starfsemi teymisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sterk leiðtogafærni.
- Áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi velferðarþjónustu
- Þekking og reynsla á starfi innan félagsþjónustu sveitarfélaga mikilvæg
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg
- Þekking og reynsla í málefnum innflytjenda æskileg
- Þekking og reynsla á störfum með fólki með geð- og fíknivanda æskileg
- Góð íslensku- og enskunnátta í mæltu og rituðu máli
- Önnur tungumálakunnátta er kostur
Hlunnindi:
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published22. December 2025
Application deadline8. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
Tech-savvyProactiveLeadershipHuman relationsPublic administrationConscientiousIndependenceFlexibilityCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (9)

Sérfræðingur
Útlendingastofnun

Félagsráðgjafi óskast til starfa
Stendur starfsendurhæfing

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu - umsóknafrestur framlengdur
Samkeppniseftirlitið

Verkefnastjóri í félagslegu verkefnum Rauða krossins
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Félagsráðgjafi í barnavernd
Sveitarfélagið Ölfus

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur
Lítil þúfa fta.