
Vatnsendaskóli
Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggjast á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Í Vatnsendaskóla er litið á hvern árgang sem eina heild. Kennarar árgangsins bera sameiginlega ábyrgð á nemendum og vinna saman að því að skipuleggja nám nemenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að sveigjanleika og býður upp á möguleika að breyta hópum í samræmi við viðfangsefni og aukna samkennslu þar sem það á við. Þannig nýtist styrkur og hæfni starfsfólks nemendum.

Vatnsendaskóli óskar eftir umsjónarkennara
Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á á yngsta stig skólaárið 2025-2026. Unnið er í teymum kennara sem sjá sameiginlega um ábyrgð á árgangi.
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 560 nemendur og rúmlega 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjónarkennsla á yngsta stigi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi.
- Faglegur metnaður og frumkvæði.
- Góð færni í að starfa í teymi.
- Þolinmæði og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Góð íslenskukunnátta.
Advertisement published10. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills

Required
Location
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Frístundastarfsmaður óskast
Helgafellsskóli

Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Viltu spennandi starf sem passar fullkomlega með námi?
Kópavogsskóli

Frístundaleiðbeinandi í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Lágafellsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum
Lágafellsskóli

Sérkennsluteymi - leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Lausar stöður leikskólakennara 2025 -2026
Leikskólinn Tjarnarskógur

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð