![Icelandia](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-69f871bb-e225-413f-9d5d-4104d4d5a8e6.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
![Icelandia](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-ea2a3276-1823-4829-b021-6ca26ed33ca1.jpeg?w=1200&q=75&auto=format)
Vaktstjóri í þjónustuveri
Ert þú náttúrulegur leiðtogi með ástríðu fyrir framúrskarandi þjónustu? Icelandia leitar að metnaðarfullum vaktstjóra í þjónustuverið til að hafa umsjón með þjónustu okkar og tryggja að farþegar okkar fái ógleymanlega upplifun.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Leiða, styðja og hvetja þjónustuverið.
-
Skipuleggja og hafa umsjón með daglegum rekstri til að tryggja skilvirka þjónustu.
-
Taka á móti flóknari fyrirspurnum og kvörtunum frá viðskiptavinum og leysa úr málum á faglegan hátt.
-
Viðhalda þjónustustigi og hámarka nýtingu á unnum tíma.
-
Fylgjast með frammistöðu teymisins og veita uppbyggilega endurgjöf.
-
Tryggja að starfað sé í samræmi við reglur og stefnur fyrirtækisins.
- Unnið er í 2-2-3 vaktafyrirkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Reynsla af þjónustustörfum, kostur að hafa reynslu í ferðaþjónustu.
-
Sterkir leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
-
Hæfni til að sinna mörgum verkefnum samtímis og vinna undir álagi í hraðskreiðu umhverfi.
-
Góð almenn tölvukunnátta.
-
Mjög góð kunnátta í ræðu og riti á ensku, góð kunnátta á íslensku. Önnur tungumálakunnátta er kostur.
-
Jákvæð og lausnamiðuð hugsun.
-
Hæfni til að hvetja og styðja starfsfólk í starfi.
Fríðindi í starfi
-
Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Frábær vinnuaðstaða og sveigjanleiki.
-
Líkamsræktarstyrkur og sálfræðistyrkur.
-
Möguleikar á þróun í starfi.
Advertisement published2. January 2025
Application deadline19. January 2025
Language skills
![English](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Required
![Icelandic](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Required
Location
BSÍ
Type of work
Skills
Customer checkoutLeadershipHuman relationsWorking under pressureCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
![Partyland Ísland](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-ce5d604b-4792-4c2e-841b-af1816e2ad1a.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Partyland í Holtagörðum óskar eftir starfsfólki
Partyland Ísland
![NEWREST ICELAND ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-1ce5173f-a665-49cb-9472-3a079cc687d0.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Newrest -Þrif og uppvask
NEWREST ICELAND ehf.
![NEWREST ICELAND ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-1ce5173f-a665-49cb-9472-3a079cc687d0.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Newrest – Catering Delivery
NEWREST ICELAND ehf.
![Frost Restaurant at Fjallsárlón](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-3a228eb4-8f75-4d3c-997b-3aea12578420.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Frost restaurant Fjallsarlon kitchen & restaurant
Frost Restaurant at Fjallsárlón
![Söluskrifstofa Keahótela](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-5371bcd6-9028-4c00-a9bf-bb2765256f80.png?w=256&q=75&auto=format)
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
![Gagnaeyðing](https://alfredprod.imgix.net/logo/c85d254f-5bdd-430a-94bf-a6db090a0e96.png?w=256&q=75&auto=format)
Gagnaeyðing leitar að bílstjóra með sterka öryggisvitund
Gagnaeyðing
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Aircraft Services - Töskusalur/Baggage Hall
Icelandair
![Hraðlestin](https://alfredprod.imgix.net/logo/8b0ce880-7ce5-45b6-a161-d4a573433af1.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsfólk í afgreiðslu
Hraðlestin
![Veitur](https://alfredprod.imgix.net/logo/c3088353-2d92-4d85-a764-aa03e75b7517.png?w=256&q=75&auto=format)
Brennur þú fyrir að veita framúrskarandi þjónustu?
Veitur
![Nettó](https://alfredprod.imgix.net/logo/403e137d-4382-4468-b34d-618a71ef43b4.png?w=256&q=75&auto=format)
Verslunarstjóri Nettó Borgarnesi
Nettó
![Nettó](https://alfredprod.imgix.net/logo/403e137d-4382-4468-b34d-618a71ef43b4.png?w=256&q=75&auto=format)
Verslunarstjóri Nettó Miðvangi - Hafnarfirði
Nettó
![Ekran](https://alfredprod.imgix.net/logo/5b053a41-e8f0-4ed6-b3b1-5efc04842598.png?w=256&q=75&auto=format)
Þjónustufulltrúi
Ekran