Tryggingamiðlun Íslands
Tryggingamiðlun Íslands ehf. er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis en miðlunin var stofnsett í júní árið 1997.
Stofnandi Tryggingamiðlunar Íslands ehf. er Karl Jónsson, löggiltur vátryggingamiðlari. Eigendur eru Friðbert Elí Friðbertsson, framkvæmdastjóri og löggiltur vátryggingamiðlari og Gísli Ölvir Böðvarsson sölustjóri. Þeir hafa samanlagt starfað hjá Tryggingamiðlun Íslands í rúm 30 ár.
Tryggingamiðlun Íslands hóf starfsemi sína með miðlun til bresku líftryggingafélaganna, Friends Provident International og Axa Sun Life. TMÍ þjónustar í dag yfir 20.000 samninga fyrir félögin. TMÍ hefur eins frá upphafi verið í samstarfi við Baloise í Lúxemborg sem hét áður Winterthur og hefur Karl Jónsson yfirumsjón með því samstarfi. TMÍ hefur miðlað tryggingum og veitt ráðgjöf fyrir Allianz frá því á síðustu öld og eins hefur TMÍ miðlað tryggingum fyrir Vörð tryggingar í yfir 14 ár. TMÍ sér um tjónaafgreiðslu á viðbótartryggingum Elko sem koma frá Moderna í Svíþjóð.
TMÍ er í samstarfi við JLT International, Lockton Global og Gallagher Global Alliance en með því samstarfi getum við boðið ráðgjöf erlendis sem og starfað í umboði þessara félaga á Íslandi. Aðrir samstarfsaðilar eru meðal annars Hiscox í Englandi en þar bjóðum við atvinnuflugmönnum skírteinistryggingar. Við bjóðum starfstryggingar Lloyds í samstarfi við Hagal. Eins erum við í samstarfi við Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda ( FÍB ) og Netskil.
TMÍ fagnar 20 ára afmæli á árinu 2017 og hefur hlotið viðurkenninguna “Framúrskarandi fyrirtæki” fimm ár í röð eða 2011-2015. Sú viðurkenning er veitt af Creditinfo eftir ítarlega greiningu og einungis um 1% fyrirtækja landsins fá þann heiður. TMÍ er eina vátryggingamiðlunin sem hefur fengið titilinn framúrskarandi fyrirtæki. Tryggingamiðlun Íslands starfar undir lögum nr 32/2005 um miðlun vátrygginga og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Úthringistarf hjá Tryggingamiðlun Ísland
Tryggingamiðlun Íslands óskar eftir að ráða duglegan og metnaðarfullan einstakling í starf við úthringingar. Um verktakastarf er að ræða og góð laun í boði fyrir réttan einstakling. Reynsla af úthringingum eða sölumennsku skilyrði.
Aðeins þeir sem hafa ríka þjónustulund og metnað fyrir árangri í starfi koma til greina í umrætt starf.
Tryggingamiðlun Íslands er ein elsta og stærsta vátryggingamiðlun landsins og hefur hlotið titilinn framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo 12 ár í röð. Helstu samstarfsaðilar okkar eru Vörður, LLOYD´S Allianz og Axis.
Advertisement published8. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Hlíðasmári 12, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
AmbitionSalesCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
A4 Heildsala - Söluráðgjafi
A4
Viðskiptastjóri / Business Development Manager
Teya Iceland
Sölumaður dagvinna - framtíðarstarf
ATC
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Ert þú frábær sölumaður?
Tryggja
Þjónustufulltrúi
Ekran
SÍMABÓKANIR
Arcarius ehf.
Sales Advisors For our new Asia Department in ICELAND
Arcarius ehf.
SÖLURÁÐGJAFI
Arcarius ehf.
Heildverslun í Hafnarfirði - Sölufulltrúi.
Danco
Þjónustufulltrúi
Stoð
Hönnun og sala á innréttingum
Kvik