
OK
OK samanstendur af gríðarlega öflugu starfsfólki, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi.
Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
OK hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu fjögur ár í röð.

Umbótafulltrúi
OK leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstakling í starf þjónustu- og umbótafulltrúa í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi.
Starfið hentar einkar vel þjónustuliprum einstaklingum sem hafa áhuga á tækni og eiga auðvelt með samskipti við viðskiptavini. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Starfið snýr annars vegar að utanumhaldi með frábæru teymi framlínustarfsfólks, ásamt umsjón með umbótaverkefnum og árangursmælingum.
Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við alla sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð og eftirfylgni vaktaplans og utanumhald með hópi framlínustarfsfólks í samvinnu við forstöðumann
- Móttaka nýrra starfsmanna og umsjón með þjálfun
- Forgangsröðun og úthlutun verkefna
- Skilgreining og eftirlit með árangursmælingum og árangri þjónustu við viðskiptavini
- Rótargreining á alvarlegum eða ítrekuðum vandamálum
- Vinnsla greininga um tæknilega framlínuþjónustu og skýrslugerð
- Vinna tillögur að umbótaverkefnum út frá greiningum í samvinnu við viðskiptavini
- Umsjón og eftirfylgni umbótaverkefna í samvinnu við viðskiptavini
- Skilgreining og úrvinnsla frávika
- Skráning og viðhald ferla og verklagsreglna og leiðbeininga
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af störfum í upplýsingatækni er kostur
- Leiðtogahæfni og reynsla af því að leiða og skipuleggja vinnu teymis
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að vinna í hóp og vera hluti af teymi
- Jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni
- Metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Advertisement published3. September 2025
Application deadline14. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Quick learnerClean criminal recordPositivityAmbitionConscientiousIndependencePlanningFlexibilityTeam workMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Laust starf í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri í Garðabæ
Garðabær

Sölusnillingur óskast í frábært teymi nýrra bíla- framtíðarstarf
Hekla

Sérfræðingur í lánadeild
Stapi lífeyrissjóður

Starf þjónustufulltrúa á Hreyfli.
Hreyfill

Verkefnastjóri í skipulagsmálum
Kópavogsbær

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Ford á Íslandi | Brimborg

Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Fulltrúi í tiltekt og pökkun pantana - Fullt starf!
BAUHAUS slhf.

Sölumaður í Collections Hafnartorgi
Collections

Starfsmaður á skrifstofu
Rúko hf

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun