Klettaskóli
Klettaskóli

Tónmenntakennara vantar í Klettaskóla.

Tónmenntakennara vantar í Klettaskóla, sérskóla fyrir nemendur með þroskahömlun og viðbótarfatlanir. Starfsmenn vinna í teymum og þurfa að hafa góða samstarfs- og samskiptahæfni, vera sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við krefjandi en gefandi verkefni. Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru Menntun fyrir lífið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hafa umsjón með tónmenntakennslu skólans í samstarfi við annan tónmenntakennara

Bera ábyrgð á nemendahópum og verkstýra aðstoðarfólki nemenda

Leita leiða til þess að hver nemandi fái notið hæfileika sinna sem best í tónmennt í samráði við umsjónarkennara

Samstarf við foreldra og aðra fagaðila

Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í skólaþróunarvinnu

Menntunar- og hæfniskröfur

Starfsleyfi til að starfa sem grunnskólakennari

Lipurð og hæfni í samskiptum

Hæfni til að vinna í teymi

Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi

Lausnarmiðuð hugsun

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Stundvísi

Advertisement published23. April 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Suðurhlíð 9, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags