Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð

Þroskaþjálfi/SIS sérfræðingur

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við Mat á stuðningsþörf. Leitað er að sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að verkefnum tengdum stuðningsþörfum fatlaðra barna og fullorðinna og mati á umfangi stuðningsþarfa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fyrir börn og fullorðna (Supports Intensity Scale)
  • Þátttaka í fagteymi
  • Þátttaka í fræðslustarfi, þróunarverkefnum og rannsóknum innan og utan stofnunar 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt starfsleyfi sem þroskaþjálfi og meistarapróf í sömu eða skyldri fræðigrein
  • Víðtæk reynsla af störfum með fötluðum börnum og fullorðnum
  • Reynsla af notkun matskerfa og tölfræðiúrvinnslu
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að starfa í teymi 
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku 
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni
Advertisement published6. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Dalshraun 1, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags