Icepharma
Icepharma
Icepharma

Þjónustufulltrúi í Skráningardeild á Lyfjasviði Icepharma

Við leitum að öflugum liðsmanni í lifandi starf í stoðþjónustu Skráningardeildar.

Í Skráningardeild starfar 15 manna teymi að því að skrá og viðhalda markaðsleyfum lyfja sem Icepharma hefur umboð fyrir, auk þess að sinna lyfjagát og annarri vinnu tengdri umsýslu lyfja og lækningatækja.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Uppsetning, yfirlestur og prófarkalestur lyfjatexta

·         Samskipti við Lyfjastofnun

·         Frágangur bréfa og umsókna

·         Samskipti við dreifingaraðila og markaðsleyfishafa

·         Aðstoð við söfnun og vistun gagna

·         Þátttaka í verkefnum tengd lyfjagát og kvörtunum

·         Þátttaka í umbótaverkefnum og teymisvinna á Lyfjasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Lyfjatækni, eða önnur menntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði raun- eða heilbrigðisvísinda

·         Drifkraftur, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð

·         Nákvæmni og samviskusemi

·         Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

·         Mjög góð íslenskukunnátta og góð enskukunnátta

·         Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Fríðindi í starfi

·         Hollur matur í hádeginu

·         Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma

·         Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði

·         Líkamsræktarstyrkir

·         Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa

Advertisement published17. January 2025
Application deadline30. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags