Austurbæjarskóli
Austurbæjarskóli

Tengiliður farsældar, verkefnastjóri móttöku, kennari

Starf tengiliðar farsældar, verkefnastjóra móttöku og kennara/sérkennara er laust til umsóknar. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Starfið er laust nú þegar.

Austurbæjarskóli auglýsir eftir starfsmanni til að sinna starfi tengiliðar og verkefnastjóra móttöku (25%) og kennslu (75%). Um tímabundna ráðningu er að ræða. Hlutverk tengiliðar er að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns, skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta þjónustustigsins, koma upplýsingum til miðstöðvar skólahverfis um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns og taka þátt í stuðningsteymi eftir því sem við á. Verkefnastjóri móttöku vinnur samkvæmt móttökuáætlun Austurbæjarskóla og Velkomin verkefninu.

Austurbæjarskóli er rótgróinn skóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru rúmlega 350 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í skólanum er öflugt foreldrafélag og er samvinna við foreldra og nærsamfélag gott.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu og stuðningi við nemendur á fyrsta þjónustustiginu
  • Koma upplýsingum til miðstöðvar skólahverfis um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns og taka þátt í stuðningsteymi eftir því sem við á
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Eiga í góðu samstarfi við foreldra
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Menntun, reynsla og hæfni til að sinna kennslu nemenda með fjölbreyttar þarfir og starfa með börnum.
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
Advertisement published8. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Teaching
Professions
Job Tags