Leikskólinn Tjörn
Leikskólinn Tjörn

Sérkennslustjóri

Sérkennslustjóri óskast til starfa í leikskólann Tjörn en um er að ræða tímabundið starf vegna afleysinga til eins árs.

Tjörn er fjögurra deilda leikskóli sem starfræktur er í tveimur húsum, Tjarnarborg við Tjörnina í Reykjavík og Öldukot í hjarta gamla vesturbæjar steinsnar frá Landakotstúni. Tjörn vinnur í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Í leikskólanum starfar rótgróinn og samheldinn starfshópur leikskólakennara, kennaranema og listamanna auk matreiðslumanna sem elda mat frá grunni hvern dag. Næsta nágrenni húsanna eru perlur mið- og vesturbæjar s.s. söfn, Hólavalla- og Hljómskálagarður, fjara, bókasafn og Harpa tónlistarhús. Gert var ytra mat á starfi skólans á vegum Menntamálastofnunnar á síðasta skólaári og kom leikskólinn einstaklega vel út, enda berst rómur skólans víða um mikla ánægju starfsfólks, barna og foreldra. Skólinn hefur heimilislegan brag enda bæði húsin sögufræg og gömul sem hafa fengið gott viðhald og í sömu andrá er oft nefnt hið góða Tjarnarsamfélag. Leikskólinn leggur mikið upp úr listrænu starfi, vettvangsferðum í nágrenninu, leikgleði og núvitund.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
  • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
  • Heldur utan um sérkennsluteymi skólans
  • Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Reynsla af sérkennslu
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Íslenskukunnátta B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • Hádegisverður (matreiddur af matreiðslum. í húsi)
  • Menningarkort
  • Sundkort 36 stunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Lægri leikskólagjöld fyrir starfsmenn
  • Forgangur í leikskóla fyrir starfsmenn (ef lögheimili er í Rvk.)
Advertisement published8. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Öldugata 19, 101 Reykjavík
Tjarnargata 33, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags