
Liska ehf.
Liska ehf. er margverðlaunað lýsingar- og raflagnahönnunar fyrirtæki með áratuga reynslu af hönnun lýsingar- og rafkerfa, m.a. fyrir byggingar, gatnakerfi og svæði. Liska býður upp á persónulega þjónustu með heildstæðum lausnum þar sem mannleg nálgun er ávallt höfð að leiðarljósi.
Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með ólíkan bakgrunn en brennandi áhuga og metnað fyrir ljósvist. Bakgrunnur starfsmanna Lisku er m.a. í arkitektúr, byggingaverkfræði, lýsingarhönnun, raflagnahönnun, rafmagnsverkfræði og tækniteiknun.
Saman myndar Liska sterka heild með sérfræðikunnáttu á ýmsum sviðum.

Tækniteiknari
Hefur þú brennandi áhuga á tækniteiknun? Við leitum að metnaðarfullum einstakling til að taka þátt í fjölbreyttu og spennandi starfi á sviði lýsingar og raflagnakerfa.
Liska ehf. er margverðlaunað lýsingar- og raflagnahönnunar fyrirtæki með áratuga reynslu af
hönnun lýsingar- og rafkerfa, m.a. fyrir byggingar, svæði og gatnakerfi.
Við bjóðum áhugasömum að kynna sér heimasíðu fyrirtækisins á www.liska.is.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendast til [email protected] merkt starfinu sem sótt er um.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur meðal annars í sér:
- Tækniteiknun raflagna- og lýsingakerfa í Revit
- Tækniteiknun raflagna- og lýsingakerfa í AutoCAD
- Frágangur og umsjón teikninga
- Meðhöndlun upplýsinga í BIM verkefnum
- Annað skv. áhuga og starfsþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám og reynsla í tæknitæknun rafkerfa eða sambærilegra kerfa
- Reynsla og þekking í AutoCAD og Revit er skilyrði
- Góð kunnátta á helstu Microsoft Office forrit
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli er skilyrði.
- Metnaður og frumkvæði til að bæta við sig nýrri þekkingu
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
Liska er fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem starfsfólk fær tækifæri til að þroskast í starfi. Liska flutti nýverið í nýtt húsnæði og býður upp á fyrirmyndar aðstöðu fyrir starfsólk.
Advertisement published6. November 2025
Application deadline28. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
Location
Síðumúli 15, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
AutoCADRevit
Professions
Job Tags
Other jobs (1)




