Ceedr
Ceedr er tækni- og gagnadrifin stafræn markaðsstofa, stofnuð árið 2014. Fyrirtækið er með skrifstofur í Helsinki, Kaupmannahöfn, Osló og Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga í stafrænum miðlum, í fimm löndum og fer stækkandi. Ceedr er með frábæra viðskiptavini, fjölbreytt verkefni og skemmtilegt starfsumhverfi. Ceedr er hluti af Pipar\TBWA og vinnur náið með TBWA\Nordic á Norðurlöndunum.
Svæðisstjóri Ceedr á Íslandi
Ceedr á Íslandi leitar eftir kröftugum og metnaðarfullum leiðtoga í hlutverk svæðisstjóra. Starfið og starfsumhverfið er lifandi, fjölbreytt og situr viðkomandi í stjórnendateymi Ceedr Nordic. Starfið býður upp á mikil tækifæri hjá verðlaunaðri og hratt vaxandi tækni- og gagnadrifinni stafrænni markaðsstofu á Norðurlöndunum.
Viðkomandi þarf að vera fær um að sækja ný viðskiptasambönd ásamt því að styrkja núverandi viðskiptasambönd, hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt en jafnframt stýrt og unnið með teymum sérfræðinga. Mikilvægt er að vera með gott skipulag og hröð viðbrögð til að þjónusta viðskiptavini okkar með vönduðum hætti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öflun nýrra viðskiptatengsla.
- Viðskiptastýring; ábyrgð og þjónusta við viðskiptavini Ceedr í stafrænni ráðgjöf og lausnum.
- Áætlanagerð og markmiðasetning fyrir Ceedr á Íslandi.
- Samskipti og fundir með viðskiptavinum sem og mögulega erlendum viðskiptavinum.
- Vinna náið með stærri teymum frá Pipar\TBWA.
- Vinna náið með teymum innan Ceedr Nordic á Norðurlöndunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- 5+ ára reynsla í viðskiptastýringu og þjónustu við viðskiptavini.
- Hæfni til að sækja viðskiptasambönd.
- Verkefnastjórnun og reynsla af verkefnastjórnunarkerfum.
- Góð þekking á stafrænni markaðssetningu (Google, Meta, LinkedIn, SEO, o.s.frv.).
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti.
- Mikilvægt að vera lausnamiðaður einstaklingur.
- Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða markaðsfræði.
Advertisement published17. January 2025
Application deadline26. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Guðrúnartún 8, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Deildarstjóri Viðskiptastýringar Símans
Síminn
Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt
Viðskiptastjóri hjá ört vaxandi fjártæknifyrirtæki
Kríta
Markaðsfulltrúi
Heimilistæki ehf
Markaðs- og sölustjóri/CMO
Alfreð
Sérfræðingur í stafrænum markaðsherferðum
Takk ehf
Sölumaður dagvinna - framtíðarstarf
ATC
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Leiðtogi stafrænnar þróunar
Sveitarfélagið Skagafjörður
Viðskiptastjóri Já.is
Sýn
Þjónustu- og verkefnastjóri
Markend ehf.
Snyrtifr/Hjúkrunarfr/Fótaaðgerðarfr/Nuddari
Snyrtistofan Fegurð ehf