Takk ehf
Takk vinnur með almannaheillafélögum að því markmiði að skapa betra samfélag.
Takk er markaðsfyrirtæki sem notar síma, tölvupóst, skilaboð, viðburði, auglýsingar og stafræna markaðssetningu til þess að tengja saman fólk og góð málefni. Frá fyrsta áhuga að farsælu sambandi.
Hjá Takk starfa sérfræðingar í markaðsmálum, sölu, fjáröflun, viðskiptatryggð, persónuvernd, samfélagsmiðlum og textagerð. Hvergi á Íslandi er samankomin álíka reynsla í fjáröflun. Með elju, útsjónasemi og dugnaði hefur þessi hópur tryggt mörgum viðskiptavinum okkar ótrúlegan árangur í ólíkum verkefnum.
Við setjum starfsánægju í efsta sæti og leggjum mikið upp úr: Öflugu félagslífi, samvinnu, sanngjörnum launakjörum, jafnrétti og sjálfstæði í starfi. En til votts um þá skuldbindingu þá hefur Takk margsinnis hlotið viðurkenningu fyrir að stuðla að framúrskarandi starfsánægju starfsfólks í markaðskönnun VR, og situr nú í hópi “Fyrirtæki ársins” þriðja árið í röð.
Sérfræðingur í stafrænum markaðsherferðum
Við hjá Takk tengjum fólk við góð málefni.
Við erum að leita að metnaðarfullum og reynslumiklum sérfræðingi til að stýra og setja upp stafrænar markaðsherferðir fyrir almannaheillafélög á Íslandi og í Danmörku. Þetta er fjölbreytt og skapandi starf sem býður upp á mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif.
Við setjum starfsánægju í efsta sæti og leggjum mikið upp úr öflugu félagslífi, samvinnu, sanngjörnum launakjörum, jafnrétti og sjálfstæði í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, uppsetning og stýring á fjölbreyttum stafrænum markaðsherferðum.
- Umsjón með samfélagsmiðlum og efnissköpun.
- Greining gagna og skýrslugerð til að meta árangur herferða.
- Þróun nýrra hugmynda og ráðgjöf innanhús og til viðskiptavina.
- Textaskrif og aðlögun að markhópi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á auglýsingakerfum Facebook og Google.
- Þekking á Google Analytics og hæfni til að nota gögn til ákvarðanatöku.
- Menntun eða reynsla á sviði markaðsmála, sérstaklega stafrænna markaðsherferða.
- Nákvæmni og vönduð vinnubrögð með áherslu á gæði og smáatriði.
- Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni, og hæfni til teymisvinnu.
- Áhugi á og skilningur á starfsemi almannaheillafélaga.
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími sem hentar þínum þörfum.
- Öflugt félagslíf sem styður við jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Jöfnum framlag starfsfólks til almannaheillafélaga árlega.
- Greidd notkun á farsíma og heimaneti.
- Afmælisfrí til að njóta dagsins.
Advertisement published15. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
AdvertisingEmail marketingFacebookGoogleCreativityInstagramPositivityHuman relationsAmbitionIndependenceContent writingTeam work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Sölumaður dagvinna - framtíðarstarf
ATC
Þjónustu- og verkefnastjóri
Markend ehf.
Markaðs- og sölustjóri/CMO
Alfreð
Snyrtifr/Hjúkrunarfr/Fótaaðgerðarfr/Nuddari
Snyrtistofan Fegurð ehf
Sérfræðingur á Markaðs- og samskiptasvið
Íslandsbanki
Markaðsfulltrúi
Söluskrifstofa Keahótela
Grafískur hönnuður - Samkaup
Samkaup
Markaðs/samskiptafulltrúi
Úrval Útsýn
Upplýsingafulltrúi
Rauði krossinn á Íslandi
Sniðugur snyrtivöruráðgjafi í Beautybox- fullt starf og hlut
Beautybox
Sérfræðingur í markaðsmálum
PLAY
We’re Looking for a Creative Marketing Mind
Midgard Base Camp