Sumarstörf hjá Hvalfjarðarsveit
Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða í eftirfarandi sumarstörf sumarið 2025.
Umsjónaraðili Vinnuskóla.
Um er að ræða starf frá 21. maí til 15. ágúst.
Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.
Flokkstjóri Vinnuskóla.
Um er að ræða starf frá 21. maí til 15. ágúst.
Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri.
Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi.
Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 433-8500.
Hægt er að skoða fleiri störf hjá Hvalfjarðarsveit á heimasíðu sveitarfélagsins, hvalfjardarsveit.is
Ber daglega ábyrgð og yfirumsjón á skipulagningu og starfsemi Vinnuskólans í samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa.
Hefur samskipti við forráðamenn og viðeigandi stofnanir.
Vinnur markvist að því að efla liðsheild í hópnum.
Leiðbeinir um verklag og aðferðir, hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið.
Umsjónaraðili og flokkstjóri taka þátt í þeim verkum sem hópurinn sinnir dags daglega.
Ber ábyrgð á að skila tímaskýrslum nemenda, vinnuseðlum og verkbeiðnum.
Áhugi á að vinna með unglingum er skilyrði.
Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg.
Sé hæfur til að vera unglingum fyrirmynd er varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitsemi.
Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra fólki
Leiðbeinir um verklag og aðferðir, hefur eftirlit með að vel og rétt sé unnið
Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurf að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr. 70/2007