Airport Associates
Airport Associates
Airport Associates

Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli

Airport Associates er flugafgreiðslu fyrirtæki við Keflavíkurflugvöll. Við leitum að starfsfólki í fjölbreytt sumarstörf með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust. Um er að ræða vaktavinnu í lifandi og hröðu umhverfi.

Umsækjendur þurfa að sækja undirbúningsnámskeið áður en hafið er störf.

Hæfniskröfur:

  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakavottorð.
  • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Stundvísi og öguð vinnubrögð.
  • Sveigjanleiki.
  • Góð enskukunnátta.
  • Ökuréttindi.
  • Reynsla á sviði flugafgreiðslu er kostur.

Farþega – og farangursþjónusta

Full störf og hlutastörf verða í boði í Farþegaþjónustunni í sumar. Starfsfólk farþegaþjónustu sinnir almennri farþegaafgreiðslu sem og innritun, þjónustu við þjónustuborð og annari þjónustu við farþega. Starfsmenn farangursþjónustu aðstoða farþega með skemmdan og/eða týndan farangur. Mikilvægt er að starfsfólk farþega- og farangursþjónustunnar búi yfir ríkri þjónustulund, hafi góða ensku kunnáttu og tölvufærni.

Hlaðdeild

Hleðsla og afhleðsla flugvéla á farangri og frakt. Akstur og notkun vinnuvéla á flughlaði. Starfsfólkið okkar á hlaðinu verður að búa yfir góðri samskiptahæfni á ensku og hafa ökuréttindi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

Ræsting og öryggisleit flugvéla

Starfið felst í ræstingu og öryggisleit flugvéla, sem og ræstingu fasteingna félagsins. Mikilvægt er að starfsfólk deildarinnar hafi ökuréttindi og sé tilbúið að aka bifreiðum á flugvélahlaði. Ensku kunnátta er mikilvæg og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

Töskusalur

Móttaka og flokkun á farangri við komu og brottfarir farþegavéla. Tryggja rétta staðsetningu á farangri til hleðlsu í flugvélar. Mikilvægt að starfsfólk geti tileinkað sér nákvæm vinnubrögð og hafi góða ensku kunnáttu.

Frakt

Skimun, móttaka og afhending á inn- og útflutningi flugfraktar. Ökuréttindi eru skilyrði og tölvukunnátta mikilvæg. Vinnuvélaréttindi og reynsla á lyftara kostur.

Mötuneyti

Almenn eldhússtörf svo sem undirbúningur salatbars, aðstoð við matseld, uppvask o.fl. Reynsla af sambærilegum störfum æskileg.

Verkstæði

Almennt viðhald og viðgerðir á flugafgreiðslu tækjum sem og bílaviðgerðir. Ökuréttindi skilyrði. Reynsla af sambærilegum störfum og vinnuvélaréttindi æskileg.

Advertisement published9. January 2025
Application deadline20. February 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags