Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 440 í tæplega 300 stöðugildum.
Félagið veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.
Stuðningsráðgjafi á heimili á Kirkjubraut Seltjarnarnesi
Viltu taka á þig auka ábyrgð ?
Ás styrktarfélag leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að starfa á heimili fyrir fólk með fötlun á Kirkjubraut 20, Seltjarnarnesi. Sex íbúðir eru í húsinu auk starfsmannaaðstöðu.
Leitað er eftir stuðningsráðgjafa og er fólk á aldursbilinu 30 ára og eldra sérstaklega hvatt til að sækja um vegna samsetningar í starfsmannahópnum sem fyrir er.
Starfshlutfall 50-100 %, allar tegundir vakta og önnur hver helgi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vaktstjóri sem stýrir verkefnum vaktar og leiðbeinir öðru starfsfólki í fjarveru stjórnenda
- Tengiliður íbúa
- Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
- Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
- Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og/eða haldbær reynsla af sambærilegum störfum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta
Advertisement published17. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Kirkjubraut 20
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir
Umönnun sumarstarf - Skógarbær
Hrafnista
Aðstoðarfólk óskast á helgarvaktir á Selfossi
NPA miðstöðin
Stuðningsfulltrúi Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Sumarstarf í umönnun - Sóltún
Sóltún hjúkrunarheimili
Sumarstarf í umönnun – Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili
Skóla- og frístundaliði í frístundaheimilið Tröllaheima - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær
PA óskast í fullt starf
Aðstoð óskast
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið