
Kóraskóli
Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.
Í Kóraskóla er lögð áhersla á að við berum virðingu fyrir hvert öðru sem nemendur, foreldrar og starfsfólk. Öll eiga rétt á að njóta öryggis, vera laus við stríðni, meiðingar, hrekki og einelti. Kóraskóla hefur það að markmiði að skapa nemendum og starfsfólki góðan vinnustað þar sem öll geta notið sín í góðum vinnufriði með hlýlegu andrúmslofti.

Stuðningsfulltrúi í Kóraskóla
Við í Kóraskóla leitum eftir áhugasömum stuðningsfulltrúa til að taka þátt í skólastarfinu með okkur í forföllum til vors.
Í skólanum er unnið í teymum sem vinna þétt saman. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.
Við leitum eftir stuðningsfulltrúa í 80% sem er tilbúinn til að vinna í samhentum hóp þar sem áherslan er á samstarf og samvinnu. Starf stuðningsfulltrúa miðar að því að auka færni og sjálfstæði nemenda.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða nemendur við nám og virka þátttöku í skólastarfi
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt námskrá og námsáætlunum undir leiðsögn kennara
- Vinnur eftir áætlun sem útbúin hefur verið í samráði við kennara, stoðkennara og annarra ráðgjafa
- Styðjur nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustunda
- Vinnur samkvæmt stefnu skólans
- Annast önnur þau störf sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og falla undir eðlilegt starfssvið hans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gott vald á íslensku er skilyrði
- Samstarfs og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgarkennd
- Reynsla af starfi með ungmennum æskileg
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
Fríðindi í starfi
Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sundlaugar bæjarins
Advertisement published15. January 2026
Application deadline29. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Vinna með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Stuðningur við börn í leikskóla
Waldorfskólinn Sólstafir

Stuðningsfulltrúi við Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli

Frístundaklúbburinn Ungmennahraun auglýsir eftir starfsfólki
Garðabær

Lausar stöður í Heiðarskóla - stuðningsfulltrúi og frístundastarfsmaður
Hvalfjarðarsveit

Frístundaleiðbeinandi - Frístundaheimilið Skólasel
Ártúnsskóli

Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla 70-100%
Álfhólsskóli

Skóla- og frístundaliði - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Áshamar: Hlutastarf/Fullt starf
Framtíðarfólk ehf.