

Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2025 - 2026 í
70% - 75% starfshlutfall. Möguleiki er á 100 % starfi sem stuðningfulltrúi og frístundarleiðbeinandi.
Kópavogsskóli er skóli í hjarta Kópavogsbæjar með rúmlega 400 nemendur. Starfsmannahópurinn einkennist af fjölbreyttri þekkingu, ólíkum hæfileikum og mikilli reynslu í bland við fersk viðhorf en þannig sköpum við sterkt teymi sem leysir saman margvísleg og krefjandi verkefni vel af hendi.
Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Stuðningsfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir og þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti. Í starfi stuðningsfulltrúa er einum nemanda ýmist fylgt eftir eða farið á milli bekkja og fleiri nemendum sinnt. Sem stuðningsfulltrúi vinnur þú í nánu samstarfi við kennara, sérkennara og deildarstjóra.
Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.
Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.
-
Aðstoða nemendur við að vera virkir í skólastarfi
-
Styrkja jákvæða hegðun nemenda
-
Aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs ef þörf er á
-
Styðja nemendur í félagslegum samskiptum
-
Fylgja og aðstoða nemendur í vettvangsferðum
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
-
Góð íslenskukunnátta
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Ábyrgð í starfi og stundvís
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Samskipta- og samstarfshæfni
-
Skipulagshæfileikar
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.












