Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli auglýsir eftir öflugum stuðningsfulltrúa fyrir skólaárið 2025 - 2026 í
70% - 75% starfshlutfall. Möguleiki er á 100 % starfi sem stuðningfulltrúi og frístundarleiðbeinandi.

Kópavogsskóli er skóli í hjarta Kópavogsbæjar með rúmlega 400 nemendur. Starfsmannahópurinn einkennist af fjölbreyttri þekkingu, ólíkum hæfileikum og mikilli reynslu í bland við fersk viðhorf en þannig sköpum við sterkt teymi sem leysir saman margvísleg og krefjandi verkefni vel af hendi.

Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Stuðningsfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir og þurfa að geta lesið í aðstæður og brugðist við með viðeigandi hætti. Í starfi stuðningsfulltrúa er einum nemanda ýmist fylgt eftir eða farið á milli bekkja og fleiri nemendum sinnt. Sem stuðningsfulltrúi vinnur þú í nánu samstarfi við kennara, sérkennara og deildarstjóra.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við að vera virkir í skólastarfi

  • Styrkja jákvæða hegðun nemenda

  • Aðstoða nemendur við athafnir daglegs lífs ef þörf er á

  • Styðja nemendur í félagslegum samskiptum

  • Fylgja og aðstoða nemendur í vettvangsferðum

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð íslenskukunnátta

  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Ábyrgð í starfi og stundvís

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Samskipta- og samstarfshæfni

  • Skipulagshæfileikar

Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Advertisement published25. July 2025
Application deadline8. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags