Lögfræðingur þingflokks
Flokkur Fólksins óskar eftir að ráða lögfræðing. Um er að ræða spennandi, en jafnframt krefjandi starf í stjórnmálum. Starfsmaður þingflokks sinnir mikilvægum verkefnum fyrir þingmenn flokksins og tekur virkan þátt í stjórnmálastarfi flokksins á Alþingi.
Um Flokk Fólksins:
Stjórnmálaflokkurinn Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016. Flokkurinn fékk 13,8% atkvæða í síðustu Alþingiskosningum árið 2024 og er með 10 kjördæmakjörna þingmenn. Hugmyndafræði flokksins felst fyrst og fremst í félagshyggju, svo sem bættum velferðarmálum og auknum stuðningi við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þingmálagerð; aðstoð við gerð frumvarpa, þingsályktunartillagna, nefndarálita, breytingartillagna o.fl.
- Aðstoð við dagleg störf þingmanna; ræðu- og greinaskrif, upplýsingaöflun, fundahöld o.fl.
- Greiningarvinna og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
- Önnur tilfallandi verkefni í þágu þingflokksins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Fullnaðarpróf í lögfræði (embættis- eða meistarapróf) er skilyrði.
- Gott vald á ritun texta á íslensku er skilyrði.
- Reynsla af þingmálagerð er æskileg.
- Reynsla af ræðu- og greinarskrifum er æskileg.
- Þekking og áhugi á stjórnmálum og störfum Alþingis er kostur.
- Frumkvæði í starfi og góð samskiptahæfni.
Advertisement published8. January 2025
Application deadline17. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Kirkjustræti 12, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Cand.jur.Article writingAmbitionConscientiousIndependencePunctualFlexibilityContent writingWorking under pressure
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (7)
Verkefnastjóri erlends samstarfs - Brussel
Samorka
Lögfræðingur hjá KPMG Law - Akureyri
KPMG Law ehf.
Lögfræðingur á Lögfræðisviði
Íslandsbanki
Lögfræðingur
Knattspyrnusamband Íslands
Officer - Intellectual property and legal issues - TRD VA 18
EFTA Secretariat
Lögfræðingar
Kærunefnd útlendingamála
Lögfræðingur
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara