

Starfsmaður í vöruhúsi - BYKO Miðhrauni
Við hjá BYKO erum að leita að öflugum einstaklingi til liðs við okkur í nýtt vöruhús að Miðhrauni.
Nýtt vöruhús BYKO mun vera byggt upp með nýjustu tækni í vöruhúsarekstri sem kallast Autostore. Hér er því einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á framsæknum vöruhúsaresktri sem fullnýtir möguleika tækninnar í átt að aukinni skilvirkni.
Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.
Við leitum að starfsmanni með:
- Ríka þjónustulund
- Skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Lyftarapróf, kostur
- Íslenskukunnátta, kostur
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Tiltekt og lestun bíla ásamt því að tryggja að sendingar fari úr húsi á réttum tíma
- Móttaka og frágangur á sendingum
- Losun og frágangur á vörum úr gámum
- Tínsla á pöntunum ásamt því að tryggja að allar vörur séu afgreiðslu- og söluhæfar
- Önnur tilfallandi verkefni
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.
BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Steinn Guðni Einarsson, ([email protected]) rekstrarstjóri.



















