

Starfsmaður í innheimtudeild á fjármálasviði Innnes ehf
Innnes ehf leitar að jákvæðum og sjálfstæðum starfmanni í innheimtudeild á fjármálasviði.
Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini, innheimtu, bókun innborgana, afstemmingar og önnur verkefni tengd viðskiptamannabókhaldi.
Hæfniskröfur:
• Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Tæknileg þekking og vilji til að þróa ferla í meiri sjálfvirkni
• Stundvísi, nákvæmni og áreiðanleiki
• Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins og við hvetjum áhugasama að sækja um, óháð kyni, uppruna o.s.frv. Stefna Innnes er að vera fjölskylduvænn vinnustaður og boðið er upp á framúrskarandi mötuneyti með heitum mat og ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, öflugt félagslíf og fleira. Heimasíða Innnes er https://innnes.is/
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs í tölvupósti [email protected]
Sótt er um starfið á https://jobs.50skills.com/innnes/is
Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2025.
Icelandic
English




