

Starfsmaður í dagþjálfun - Laugarás
Ert þú skapandi einstaklingur með áhuga á handavinnu eða öðru tómstundastarfi og langar að vinna með öflugum hópi af fólki í dagþjálfun aldraðra?
Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða einstakling til starfa á deildina Viðey sem sér um að þjónusta einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma
Meginmarkmið starfsemi deildarinnar er að rjúfa einangrun skjólstæðinga sinna sem og að efla þá í að taka þátt í daglegum athöfnum, þjálfa hug og hönd eins og geta hvers og eins býður.
Áhersla er lögð á að gera einstaklingnum kleift að búa heima og viðhalda sjálfsbjargargetu með því að bjóða upp á örvandi og hvetjandi starfssemi.
Ef þú vilt vinna á vinnustað þar sem áherslur eru m.a. öflugur mannauður, framúrskarandi samskipti, þróun á þjónustu og þar sem nýting og þróun á þjónustueflandi verkfærum eru í brennidepli þá viljum við endilega heyra frá þér.
Um 50% starf er að ræða.
- Styðja, leiðbeina og hvetja skjólstæðinga í leik og starfi
- Samskipti við fjölskyldur skjólstæðinga
- Taka þátt í utanumhaldi á félagsstarfi, sbr. upplestri, föndri, leikfimi o.þh.
- Aðstoða við umsjón á vinnustofu, þar sem fer fram ýmis konar handavinna þar sem er t.a.m. prjónað, heklað, málað og teiknað
- Aðstoða við persónulegt hreinlæti
- Góð samskiptahæfni
- Kostur ef viðkomandi hefur áhuga á handavinnu og hefur áhuga á að efla/hvetja skjólstæðinga í því starfi.
- Þolinmæði og sveigjanleiki
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Reynsla á sambærilegu starfi kostur
- Kostur ef viðkomandi er með reynslu í myndlist, handavinnu og/eða tónlist.
- Mötuneyti
- Samgöngustyrkur
- Heilsuræktarstyrkur












