Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Starfsmaður á Heimili fyrir börn

Viltu vera með?

Við á Heimili fyrir börn í Mosfellsbæ leitum eftir öflugu og framsæknu starfsfólki til liðs við okkur. Við veitum börnum með flókinn og fjölþættan vanda einstaklingsmiðaða þjónustu með það að markmiði að veita börnunum góða líðan og auka félagslega þátttöku. Starfsfólk vinnur eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu - og starfsáætlunum. Einnig leggjum við mikið upp úr góðri liðsheild og samvinnu á staðnum.

Í boði eru;

Tvenn störf í 25-30% starfshlutfalli, einungis á kvöldvöktum á virkum dögum. Um er að ræða tímabundin störf með möguleika á framlengingu.

Auk þess er í boði 60-90% starfshlutfall frá byrjun mars fram í miðjan júní. Um er að ræða tímabundið starf með möguleika á framlengingu.

Við störfum skv. lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og skv. stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitafélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Umsóknafrestur er til og með 16. janúar. Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt nokkrum orðum af hverju þú telur þig hæfa/n í starfið.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks og reynsla af störfum með fötluðu fólki er mikill kostur
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framtaksemi og samviskusemi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Hreint sakavottorð
  • Aldursskilyrði er 20 ár
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Advertisement published2. January 2025
Application deadline16. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Hulduhlíð 32, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Working under pressure
Suitable for
Professions
Job Tags