Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Starfsfólk óskast á vélaverkstæði
Eimskip óskar eftir að ráða vélvirkja, vélstjóra, bifvélavirkja eða fólk með viðeigandi reynslu til framtíðarstarfa á vélaverkstæði félagsins í Sundahöfn.
Unnið er á tvískiptum vöktum alla virka daga, aðra vikuna er unnið frá kl. 08:00 - 16:00 og hina vikuna frá kl. 16:00 - 24:00.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður.
Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almennar viðgerðir og bilanagreining vökva-, raflagna- og kælikerfa
- Fyrirbyggjandi viðhald tækja og búnaðar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í vélvirkjun, vélstjórn eða bifvélavirkjun er kostur
- Reynsla af viðgerðum á stórum tækjum er kostur
- Reynsla af vökvabúnaði og raflögnum er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð þjónustulund og jákvæðni
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun
- Öflugt Starfsmannafélag sem rekur m.a. orlofshús víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Advertisement published14. January 2025
Application deadline2. February 2025
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)
Bifvélavirki – spennandi tækifæri hjá Blue Car Rental.
Blue Car Rental
Stálsmiður/vélvirki/ málmsuða
Suðulist
Starfsmaður á verkstæði
Airport Associates
Starfsmaður á vélaverkstæði
Samskip
Fullstack Software Engineer, Reykjavik
Asana
Starfsmaður á breytingaverkstæði
Arctic Trucks Ísland ehf.
Rafvirki/rafvélavirki - Rafmagnsverkstæði
Eimskip
Forskoðun frystigáma
Eimskip
Vélvirki, vélstjóri eða menn vanir vélaviðgerðum
Stálorka
Vélvirkjar/Vélstjórar
Slippurinn Akureyri ehf
Bifvélavirki óskast
Colas Ísland ehf.
Vélstjóri óskast til starfa á ísfisktogara hjá Brim hf
Brim hf.