Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns

Slökkvilið Fjarðabyggðar auglýsir laust starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns til starfa á slökkvistöðinni að Hrauni á Reyðarfirði. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu við sjúkraflutninga og slökkvistörf. Við leitum að áhugasömum aðila sem leggur metnað í faglegt og gott starf þar sem traust og samheldni ríkir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Slökkvistörf
  • Sjúkraflutningar
  • Þátttaka í æfingum og þjálfun annarra viðbragðsaðila.
  • Umhirðu húss, tækja og búnaðar og annarri þeirri vinnu er fellur til á slökkvistöð.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8.gr. reglugerðar nr.792/2001, m.a.
  • Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið.
  • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu.
Advertisement published23. August 2024
Application deadline8. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
Location
Slökkvistöðin á Hrauni - Reyðarfirði
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Journeyman license
Professions
Job Tags