Hæfingarstöðin Dalvegi
Hæfingarstöðin Dalvegi
Hæfingarstöðin Dalvegi

Starf á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmanni til starfa í dagvinnu á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk. Óskað er eftir starfsmanni í 80 - 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2025.

Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, virkni- og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Vinnustaðurinn leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Unnið er í skipulagðri hópavinnu og einstaklingsmiðaðri vinnu. Ýmiss þróunarverkefni eru í gangi, til að mynda er vilji til að efla listasmiðju og verkefni tengd smíði, keramik og listsköpun af ýmsu tagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þátttaka í faglegu starfi.

Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í starfi og virkni.

Þátttaka í starfi fatlaðs fólks.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð almenn menntun.

Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki.

Stundvísi og samviskusemi.

Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Sveigjanleiki og jákvæðni í starfi.

Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugar bæjarins.

Á Dalvegi hæfingu er 36 stunda vinnuvika.

Boðið er upp á mat þrisvar á dag, leiðbeinendum að kostnaðarlausu.

Advertisement published4. September 2025
Application deadline29. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Dalvegur 18, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags