

Starf á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk í Kópavogi
Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmanni til starfa í dagvinnu á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk. Óskað er eftir starfsmanni í 80 - 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2025.
Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, virkni- og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Vinnustaðurinn leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
Unnið er í skipulagðri hópavinnu og einstaklingsmiðaðri vinnu. Ýmiss þróunarverkefni eru í gangi, til að mynda er vilji til að efla listasmiðju og verkefni tengd smíði, keramik og listsköpun af ýmsu tagi.
Þátttaka í faglegu starfi.
Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í starfi og virkni.
Þátttaka í starfi fatlaðs fólks.
Góð almenn menntun.
Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki.
Stundvísi og samviskusemi.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Sveigjanleiki og jákvæðni í starfi.
Starfið getur verið líkamlega krefjandi.
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugar bæjarins.
Á Dalvegi hæfingu er 36 stunda vinnuvika.
Boðið er upp á mat þrisvar á dag, leiðbeinendum að kostnaðarlausu.













