Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Staða skrifstofumanns á Patreksfirði- Tímabundið starf

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf skrifstofumanns á skrifstofu embættisins á Patreksfirði.

Starfið er tímabundið til 1. október með möguleika á framlengingu.

Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum sinnir ýmsum stjórnsýsluverkefnum á Vestfjörðum sem heyra undir ríkisvaldið. Þrjár starfsstöðvar eru innan embættisins: Á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Starfsmenn eru 17 í 14.8 stöðugildum. Verkefni embættisins eru fjölbreytt og áhugaverð og kalla á mikil og góð samskipti við viðskiptavini.

Sýslumenn eru í fremstu röð í stafrænni stjórnsýslu og hafa metnað til að veita skjóta og góða þjónustu.

Hjá embættinu er lagt upp úr góðum starfsanda og vinnuaðstöðu, símenntun og sveigjanleika í starfi.

Starfshlutfall er 100%

Nánar má fræðast um embætti sýslumanna á vefnum www.island.is á slóðinni www.syslumenn.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn afgreiðsla. 
  • Samskipti og aðstoð við viðskiptavini. 
  • Skrifstofu- og ritarastörf.  
  • Önnur tilfalli verkefni í málaflokkum sem sinnt er hjá embættinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Reynsla af skrifstofustörfum æskileg
  •  Jákvæðni, þjónustulund og góðir skipulags- og samkiptahæfileikar
  •  Fumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og geta unnið undir álagi
  •  Metnaður og áreiðanleiki í starfi
  •  Góð almenn tölvukunnátta. Íslensku og enskukunnátta
  •  Hreint sakavottorð
Advertisement published26. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Aðalstræti 92, 450 Patreksfjörður
Type of work
Professions
Job Tags