

Gagnasafnari
Hagstofa Íslands leitar að þjónustuglöðum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum til starfa. Í starfinu felst að safna, skrá og taka saman upplýsingar frá gagnaveitendum fyrir hagtölur Hagstofunnar.
Mikilvægt er að geta átt í árangursríkum samskiptum við gagnaveitendur varðandi skil á gögnum og leiðbeina við skilin ef þarf. Viðkomandi mun starfa í teymi gagnasöfnunar og vinna í nánu samstarfi við annað starfsfólk Hagstofunnar enda eru gögn hjartað í starfsemi stofnunarinnar.
-
Safna og skrá gögnum frá gagnaveitendum, einstaklingum og fyrirtækjum
-
Svara fyrirspurnum varðandi rannsóknir
Gagnaöflun fyrir hagstofu íslands er meðal annars nýtt í útreikninga fyrir vísitölu neysluverðs, byggingavísitölu ofl.
-
Farsæl starfsreynsla úr framlínuþjónustu
-
Reynsla af vinnu samkvæmt nákvæmum verkferlum er kostur
-
Stúdentspróf er kostur
-
Mjög góð samstarfs- og samskiptafærni
-
Nákvæm, vönduð og öguð vinnubrögð
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Atorkusemi
-
Hæfni til að vinna í hóp og sjálfstætt
-
Sjálfstæði í starfi og frumkvæði til verka
Hvað bjóðum við upp á?
-
Krefjandi og spennandi verkefni
-
Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki
-
Skemmtilegt samstarfsfólk
-
Gott mötuneyti
-
Íþróttastyrk
-
Samgöngustyrk
-
Sveigjanlegan vinnutíma
-
Mögueika á fjarvinnu að hluta
-
Hjólageymslu og bílastæði













