
Slippfélagið ehf
Slippfélagið var stofnað í marsmánuði 1902 og er næst elsta starfandi hlutafélag landsins. Í upphafi einskorðaðist starfsemin við skipaviðgerðir og tengd verkefni en árið 1951 hóf félagið framleiðslu á málningu. Félagið selur flestar gerðir málningar s.s. húsamálningu og viðarvörn. Í umhverfismálum er stefna félagsins að sem flestar vörur þess séu umhverfisvænar og því eykst sífellt framboð þess á slíkum vörum. Vörur félagsins eru seldar hjá samstarfsaðilum þess allt í kringum landið.
Fyrirtækið var eitt fyrst íslenskra fyrirtækja til að setja sér sérstaka stefnu í umhverfismálum. Í daglegum rekstri er reynt eftir fremsta megni að uppfylla stefnu félagsins í umhverfismálum. Það er meðal annars gert með að skipta út hættulegum efnasamböndum og síðast en ekki síst með ráðgjöf til viðskiptavinar. Dæmi um það sem hefur áunnist á undanförnum árum er stóraukin notkun umhverfisvænna vatnsþynnanlegra málningarefna. Grænt bókhald er síðan notað sérstaklega til að meta hvernig til tekst hverju sinni.
Sölufulltrúi í hlutastarfi
Slippfélagið leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa í hlutastarf í verslun okkar Hafnarfirði. Vinnutími er 16-18 á virkum dögum og 10-14 annan hvern laugardag með möguleika á meiri vinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir sölustjóri Slippfélagsins, Hermann Albertsson ([email protected]).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla og ráðgjöf
- Vöruframsetning og áfylling
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði
- Tölvukunnátta
- Reynsla af afgreiðslustörfum og/eða málningarvörum kostur
- Góð íslenskukunnátta
Advertisement published1. September 2025
Application deadline14. September 2025
Language skills

Required

Optional
Location
Dalshraun 11, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
Customer checkoutProactiveAmbitionIndependenceSalesPunctualCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Við leitum að starfsfólki í dagvinnu á virkum dögum
Nings

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice

Við leitum að liðsfélögum í BY•L
BY•L - skartgripir by lovisa

Vinna í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Sölustarf / hlutastarf
DÚKA

Ert þú samstarfsfélaginn sem við leitum að?
Hekla

Gestgjafar Sky Lagoon/Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon

Starfsmaður í Gæludýr.is Smáratorgi - Fullt starf
Waterfront ehf

Starfsmaður á sunnudögum
Blekhylki.is / Simaveski.is

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Viðskipta- og verkefnastjóri
APRÓ