
APRÓ
APRÓ er nútímaupplýsingatæknifyrirtæki byggt á grunni þriggja leiðandi íslenskra tæknifyrirtækja: Andes, Prógramm og Miracle. Með yfir 80 framúrskarandi sérfræðinga sameinum við áratugareynslu og nýjustu tækniþekkingu í hugbúnaðarþróun, skýjaþjónustu, gagnatækni og gervigreind.
Við erum stolt af því að vinna að verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið, með fjölbreyttum viðskiptavinum – allt frá stórum stofnunum til nýsköpunarfyrirtækja. Hjá APRÓ finnur þú vinnustað þar sem samvinna, faglegur vöxtur og vellíðan starfsfólksins eru í forgrunni.

Viðskipta- og verkefnastjóri
APRÓ leitar að drífandi einstaklingi sem getur tengt saman hugmyndir, tækni og viðskipti.
Við óskum eftir orkumiklum og skipulögðum viðskipta- og verkefnastjóra sem vill taka þátt í að skapa næstu kynslóð lausna fyrir íslenskt atvinnulíf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengir saman verkefnastjórnun, viðskiptaþróun og sölu.
Viðkomandi verður hluti af framsæknu teymi þar sem hugvit, nýsköpun og samvinna eru í forgrunni. Hlutverkið felst í að tryggja framgang spennandi verkefna, efla tengsl við viðskiptavini og opna ný tækifæri fyrir bæði APRÓ og samstarfsaðila okkar.
Starfsheiti: Viðskipta- og verkefnastjóri í viðskiptaþróun APRÓ
Næsti yfirmaður: Framkvæmdastjóri Vöru- og viðskiptaþróunar (CBDO)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða vöru- og þróunarverkefni frá hugmynd til innleiðingar
- Tryggja að verkefni standist tíma- og kostnaðaráætlanir
- Samstarf við ólík teymi við innleiðingu lausna
- Greina þarfir viðskiptavina og tengja við vöruþróun
- Efla og viðhalda samskiptum við núverandi viðskiptavini
- Kynna lausnir APRÓ og taka þátt í sölustarfi
- Fylgja eftir viðskiptalegum tækifærum frá fyrstu hugmynd til samnings
- Þróa sölu- og markaðsefni fyrir vörur í vinnslu
- Leita að nýjum viðskiptatækifærum
- Taka þátt í kynningum, fundum og vinnustofum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Marktæk reynsla af verkefnastjórnun og/eða vöruþróun
- Góður skilningur á sölu- og markaðsferlum
- Reynsla af því að vinna náið með viðskiptavinum eða í sölustörfum er kostur
- Frábær samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun og hæfni til að sjá heildarmyndina
- Geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum samtímis
Fríðindi í starfi
- Kaupréttaráætlun
- Sveigjanlegur vinnutími
- Árlegur heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Mötuneyti, drykkir og snarl á vinnustað
- Starfsmannafélag og reglulegir viðburðir
Advertisement published3. September 2025
Application deadline14. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
DriveProactiveIndependencePlanningSalesFlexibilityIT project managementBusiness relations
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Söluráðgjafi
Álfaborg ehf

Sölufulltrúi - Fullt starf
Heimilistæki ehf

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Viðskiptastjóri í birtingadeild
Birtingahúsið

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Sölufulltrúi í hlutastarfi
Slippfélagið ehf

Ert þú samstarfsfélaginn sem við leitum að?
Hekla

Deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu
Sýn

Vilt þú helgarvinnu í umhverfi þar sem gæði og gleði fara saman?
Polarn O. Pyret

Sölufulltrúi Langtímaleigu
Hertz Bílaleiga

Sölusnillingur óskast í frábært teymi nýrra bíla- framtíðarstarf
Hekla

Þjónusta í apóteki - Bíldshöfði
Apótekarinn