
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
Brimborg er sölu- og þjónustuaðili Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims en auk Mazda, Peugeot, Citroën og Opel hefur Brimborg umboð fyrir Volvo, Ford og Polestar, ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum auk hágæða hjólbarða frá Nokian.
Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Brimborg leitar að starfskrafti í líflegt og skemmtilegt starf sölu- og þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku Mazda, Peugeot, Citroën og Opel í framúrskarandi starfsumhverfi.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Mazda, Citroën, Peugeot, Opel, Ford, Volvo og Polestar ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Hefur náttúrulega ástríðu fyrir sölu- og framúrskarandi þjónustu
- Er skipulagður, samviskusamur og metnaðarfullur
- Nýtur sín í krefjandi og markmiðadrifnu umhverfi
Við bjóðum uppá:
- Skemmtilegt, líflegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki
- Öflugt starfsmannafélag með fjölbreyttu félagslífi og viðburðum
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tímabókanir á verkstæði
- Sala vöru- og þjónustu
- Verðáætlanir og tilboð
- Samskipti við viðskiptavini
- Eftirfylgni sölu- og þjónustubeiðna
- Útlán þjónustuleigubíla og dagleg umsýsla þeirra
- Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi kostur
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa Windows, reynsla í CRM/Navision/Dynamics er kostur
- Gilt bílpróf
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
- Þú færð frí á afmælisdaginn þinn, enda stórmerkilegur dagur
Advertisement published7. November 2025
Application deadline17. November 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Dynamics NAVProactiveMicrosoft CRMNavisionDriver's licenceConscientiousSalesPunctualWindowsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Verklaginn einstaklingur með þjónustulund
Lásar ehf

Starfsmaður í grænmetisdeild
Bónus

Sölufulltrúi í valvöru - Fullt starf
BAUHAUS slhf.

Símaafgreiðsla A-stöðin leigubifreiðarstöð Reykjanesbær.
A-stöðin ehf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi - fullt starf - Flügger Selfossi!
Flügger Litir

Álftanesskóli - mötuneyti
Skólamatur

Leikskólinn Álftaborg - mötuneyti
Skólamatur

Fullt starf í Fiskverslun, Matreiðslumaður
Fiskur og félagar ehf.

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi

Afgreiðslustarf í bakaríi
Brauðgerðarhús

Hlutastarf hjá Sven
Sven ehf