Skrifstofustarf
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ.
Um er að ræða heilt stöðugildi, en fyrst um sinn verður ráðið tímabundið til 6 mánaða, með möguleika á framtíðarráðningu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Starfið snýr einkum að verkefnum á sviði Tryggingastofnunar og sjúkratrygginga og felur í sér almenna afgreiðslu og leiðbeiningar til viðskiptavina á staðnum, í síma og í tölvupósti. Síðar meir má búiast við að starfsmanni verði falin fleiri verkefni.
- Hreint sakavottorð
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi
- Gott vald á íslensku og ensku og /eða öðru erlendu máli.
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni, traust og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Sveigjanleiki og lausnarmiðuð nálgun.
- Geti unnið undir álagi.
- Stundvísi.
Nánari upplýsingar um starfið veita Halldóra K. Ólafsdóttir skrifstofustjóri í síma 4582222 eða Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður í síma 4582228 eða á netfangið sudurnes@syslumenn.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.