Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Skólastjóri Ölduselsskóla

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Ölduselsskóla.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum sem og leiðtogahæfileikum til að leiða framtíð og framþróun skólastarfs Ölduselsskóla í samræmi við stefnumótun borgarinnar sem og áætlanir, óskir og þarfir skólasamfélagsins.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli í Breiðholti með 520 nemendur í 1.-10. bekk.

Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður.

Skólastarfið einkennist af öflugri kennslu í bóklegum og verklegum greinum, mikilli samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar.

Skólinn vinnur eftir Uppbyggingastefnunni – uppeldi til ábyrgðar. Unnið er markvisst með verkfæri stefnunnar og starfsfólk fær reglulega uppfræðslu.

Á undanförnum árum hefur skólinn eflt tækjabúnað sinn og eru allir nemendur í 5. -10. bekk með tölvu til að nýta við nám sitt. Einnig búum við yfir glæsilegri snillismiðju þar sem unnið er að verkefnum sem tengjast bæði tækni og listsköpun.

Ölduselsskóli er símalaus skóli, sem þýðir að nemendur nota ekki síma á skólatíma nema með sérstöku leyfi kennara eða annars starfsfólks.

Skólinn státar sig af fjölmenningarlegu umhverfi og við hann starfar öflugt foreldrafélag.

Starfsmenn eru tæplega áttatíu talsins og ríkir góður starfsandi í skólanum.'

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir skólanum faglega forystu og mótar framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar í samstarfi við nemendur, starfsfólk og foreldra.
  • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Standa vörð um farsæld nemenda.
  • Leiða öflugt stjórnunarteymi skólans, bera ábyrgð á sýn og stefnu skólans í samvinnu við starfsfólk.
  • Ber ábyrgð á virku og farsælu samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • eyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Framhaldsnám og reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg.
  • Þekking og reynsla af grunnskólastigi. 
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með margbrotnu og kraftmiklu samfélagi.
  • Lipurð og færni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Faglegur metnaður, sjálfstæði og frumkvæði.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og leiða skólaþjónustu.
  • Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum staðli um tungumálakunnáttu.

Jafnframt er krafist hreins sakavottorðs í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, "Látum draumana rætast", þar sem leiðarljósin eru sköpun, jafnrétti, virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska. Einnig er unnið eftir stefnumótun um Betri borg fyrir börn og innleiðingu farsældarlaga.

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um farsæl verkefni sem umsækjandi hefur leitt, upplýsingar um meðmælendur og annað er málið varðar.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eysteinn Þór Kristinsson fagstjóri grunnskóla á Suðurmiðstöð, [email protected]

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Fríðindi í starfi
  • Reykjavíkurkort (sundkort og menningarkort í sama korti)
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
Advertisement published7. April 2025
Application deadline16. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Ölduseli 17
Type of work
Professions
Job Tags