Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli /frístundaheimilið Álfakot

Engidalsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í hlutastarf á frístundaheimilið Álfakot í 30-50% starf eða eftir samkomulagi

Möguleiki er einnig á að taka vaktir í félagsmiðstöð barna 10-12 ára.

Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 - 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10 - 12 ára börn. Markmið frístundastarfs er að gefa börnum og ungmennum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Starfið felur í sér stuðning og stýra hópum í frístundastarfi skólans. Vinnutími er á bilinu 12:30-16:30.

Engidalsskóli var stofnaður árið 1978. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk, nemendur eru um 200. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing – Vellíðan

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfa á frístundaheimili fyrir yngri nemendur
  • Stýra hópi í frístundastarfi
  • Starfa með fjölbreyttum nemendahópi
  • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Fylgjast með og aðstoða börn í leik og starfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu skóla- og frístundaliða og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri í netfanginu, [email protected] eða síma 5554433 og Arnheidur Gudmundsdóttir deildarstjóri frístundastarfs í netfangið [email protected] eða í síma 555-4434.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitafélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar.

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2025.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published28. October 2025
Application deadline10. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags