Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Skjalastjóri varnartengdra verkefna

Landhelgisgæsla Íslands (LHG) óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í starf skjalastjóra. Viðkomandi ber ábyrgð samhæfingu og umsjón með gagna- og skjalasöfnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi ásamt þjálfun og stuðningi við notendur. Auk þess sinnir viðkomandi öðrum tengdum sérhæfðum verkefnum á sviði skjalamála og annarra trúnaðarganga á sviði varnarmála. Um er að ræða samstarfsverkefni varnarmálasviðs Landhelgisgæslu Íslands og varnarmálaskrifstofuutanríkisráðuneytisins. Starfsstöðvar verða á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og að hluta til í utanríkisráðuneytinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Gerð handbókar, innleiðing hennar og þjálfun starfsmanna
  • Innleiðing, rekstur og viðhald skjalasafns
  • Flokkun og skráning eldri gagna og uppbygging geymslusvæða
  • Móttaka skjala og erinda ásamt því að tryggja rétta og tímanlega afgreiðslu þeirra
  • Rekstur miðlægs skjalasafns
  • Eftirlit með notkun, geymslu og eyðingu skjala
  • Eftirlit, þjálfun, upplýsingamiðlun og ráðgjöf til notenda
  • Gerð og viðhald leiðbeininga og áætlana ásamt skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. í bókasafns- og upplýsingafræði
  • Reynsla af notkun rafrænna skjalastýringarkerfa
  • Þekking og reynsla af stafrænu umbreytingarferli er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulagshæfileikar
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta og ökuréttindi
  • Áhugi á varnarmálum
  • Búseta á Suðurnesjum er kostur

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Advertisement published7. November 2024
Application deadline2. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags