Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Skjalastjóri

Barna- og fjölskyldustofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling í tímabundna stöðu skjalastjóra hjá stofnuninni. Starfið er afleysing til eins árs og heyrir undir framkvæmdastjóra Gæðasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Ábyrgð og umsjón með skráningu og skjalamálum.

·       Innleiðing verkferla í skráningu og skjalamálum.

·       Viðhald og innleiðing skjalastefnu þvert á stofnunina.

·       Samskipti við tæknilega þjónustuaðila ásamt þjónustu við starfsfólk.

·       Fræðsla til starfsfólks um skjölun og tæknimál.

·       Aðstoða starfsfólk við notkun Gopro, O365 o.fl.

·       Aðstoð við símsvörun.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða haldbær reynsla.

·       Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.

·       Mjög góð almenn tölvukunnátta.

·       Reynsla af O365 og GoPro æskileg.

·       Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

·       Þjónustulund og sveigjanleiki.

·       Frumkvæði og skipulagshæfni.

Fríðindi í starfi
  • 36 klst. vinnuvika
  • Íþróttastyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published19. November 2024
Application deadline29. November 2024
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags