Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði - deildarstjóri í þjónustuíbúðum aldraðra

Í þjónustuíbúðum er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þjónustunotenda. Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins og laga þjónustuna að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.

Þjónustunotendur eru allir þeir sem búsettir eru í Lönguhlíð 3 (alla jafna 33-34 íbúar) sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs sökum öldrunar, veikinda eða fötlunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með og aðkomu að daglegri þjónustu við notendur, þ.m.t. umönnun, baði og lyfjagjöf. 
  • Ber ábyrgð á daglegri forgangsröðun verkefna og framkvæmd þeirra.
  • Skipuleggur störf starfsmanna í heimaþjónustu. 
  • Tekur á móti og kynnir nýja starfsmenn heimaþjónustu. 
  • Tekur þátt í að þjálfa starfsfólk skv. faglegum áherslum Velferðarsviðs og að þróa verkferla fyrir starfsfólk.
  • Sér um verkstjórn á vöktum og ber ábyrgð á upplýsingaflæði á vaktaskiptum.
  • Skipuleggur vaktir, ber ábyrgð á vaktskýrslum og að vaktir séu fullmannaðar (og hefur vaktskyldu ef ekki tekst að manna vakt).
  • Stuðlar að góðum samskiptum við íbúa og aðstandendur þjónustunotenda.
  • Sér um tengsl við utanaðkomandi fagaðila og kemur upplýsingum áfram frá þeim til starfsmanna og yfirmanns.
  • Annast ýmsar skráningar. 
  • Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að verða falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliði með íslenskt starfsleyfi.
  • Sérnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun æskilegt.
  • Mikil reynsla af starfi sem sjúkraliði.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Íslenskukunnátta á stigi A1-B1 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur
  • Sundkort að sundlaugum Reykjavíkurborgar
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published18. October 2024
Application deadline29. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
Location
Langahlíð 3, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags