Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Fagaðilar óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð

SkaHm óskar eftir metnaðarfullum fagaðila til starfa með börnum og ungmennum.

Þjónusta SkaHm skiptist í tvö svið, Dvalarsvið og Ráðgjafarsvið.

Undir Dvalarsviði er Styrkur og Dvöl.

Styrkur – Þar sem markmiðið eru að styðja barnið við að efla félagsfærni, sjálfstæði og virkni í daglegum athöfnum. Stuðningurinn fer annars vegar fram í einstaklingsstarfi og hins vegar í hópastarfi.

Dvöl – Er sólarhringsþjónusta þar sem markmiðið er að veita börnum og foreldrum tímabundna hvíld með það að leiðarljósi að draga úr streituvaldandi aðstæðum sem hafa skapast inn á heimili. Auk þess felst starfsemin í því að styðja barnið í athöfnum daglegs lífs.

Undir Ráðgjafasviði er Heimastuðningur og ráðgjöf.

Heimastuðningur og ráðgjöf - Leggur áherslu á að styðja barn í tilfinningavanda og valdefla/styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Þjónustan er veitt í nærumhverfi fjölskyldunnar.

Laus staða er á Dvalarsviði.

Allt starf SkaHm byggir á teymisvinnu þar sem unnið er að farsæld barnsins.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ígrunduð þjónusta og stuðningur sem veittur er til að stuðla að farsæld barna.
  • Vera þátttakandi í samþættingu þjónustu við barn og fjölskyldu þess. Mæta þörfum barns á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt til að auka félagsfærni, virkni og tilfinningaþroska.
  • Stefnumótunarvinna með teymisstjóra og öðru starfsfólki.
  • Samstarf við þjónustumiðstöðvar, málstjóra farsældar, Barnavernd Reykjavíkur og aðra þjónustuaðila sem koma að málefnum barna með fjölþættan vanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda.
  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með geðfötlun og/eða fjölþættan vanda og fjölskyldum þeirra.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
  • Íslenskukunnátta B1 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published18. October 2024
Application deadline27. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags