Sérnámsstöður í bráðalækningum
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í bráðalækningum. Tekur námið 6 ár, fyrri hluti námsins er þriggja ára kjarnanám þar sem veitt er þjálfun í grunnatriðum bráðalækninga. Í framhaldssérnámi sem stendur yfir síðari þrjú árin felst viðbótarþjálfun í sérhæfðari atriðum sérgreinarinnar auk þjálfun í kennslu, gæðavinnu og stjórnun. Sérnámið byggir á marklýsingu og framvinduskráningarkerfi Royal College of Emergency Medicine í Bretlandi sem hefur verið aðlöguð til nota á Íslandi í samræmi við reglugerð 856/2023. Námið er vottað og viðurkennt af mats- og hæfisnefnd heilbrigðisráðuneytisins. Sérnám fer fram á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og námsdvöl erlendis
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er á bilinu júní til ágúst 2025 en fimmtudaginn 18. september er móttökudagur sérnáms, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra sérgreinarinnar.
Sjá ++.++
Sjá almennt um sérnám í læknisfræði, og ++.++