

Sérfræðingur í vinnumarkaðstölfræði
Hagstofa Íslands leitar að áhugasömum, nákvæmum og sjálfstæðum sérfræðingi í vinnumarkaðstölfræði.
Starfið felst í að vinna með vinnumarkaðsgögn Hagstofu Íslands og miðla hagtölum um íslenskan vinnumarkað. Stór þáttur starfsins snýr að Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar þar á meðal að vinna úr gögnum rannsóknarinnar, greiningu þeirra og umsjón með reglulegum birtingum. Þar sem Vinnumarkaðsrannsóknin er samræmd evrópskt verkefni er gert ráð fyrir talsverðum erlendum samskiptum í starfinu. Ennfremur er gert ráð fyrir að sérfræðingur hafi aðkomu að öðrum birtingum Hagstofunnar sem snúa að vinnumarkaði á borð við fjölda lausra starfa, fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðslugögnum og vinnumagnstölfræði.
-
Úrvinnsla og greining gagna
-
Umsjón með reglulegum birtingum tengdum vinnumarkaði
-
Samskipti við erlenda samstarfsaðila
-
Aðkoma að annarri vinnumarkaðstölfræði
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Þekking á íslenskum vinnumarkaði
-
Skipulögð og öguð vinnubrögð
-
Góð kunnátta á tölfræðihugbúnaðinn R
-
Traust og hagnýt tölfræðikunnátta
-
Geta til að unnið sem hluti af teymi
-
Mikil þekking á aðferðum úrtaksrannsókna
-
Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
-
Þekking á SQL er kostur
Hvað býður Hagstofan upp á?
-
Krefjandi og spennandi verkefni
-
Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki
-
Skemmtilegt samstarfsfólk
-
Gott mötuneyti
-
Íþróttastyrk
-
Samgöngustyrk
-
Sveigjanlegan vinnutíma
-
Styttingu vinnuvikunnar
-
Möguleika til fjarvinnu
-
Hjólageymslu og bílastæði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða fullt starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is













