Sérfræðingur í gæða- og reglugerðarmálum
Kvikna Medical leitar að einstaklingi í fullt starf til að taka þátt í rekstri gæðakerfis fyrirtækisins.
Kvikna Medical vinnur að sölu og þróun á búnaði fyrir heilalínurit (EEG) og eru viðskiptavinir um allan heim. Kvikna Medical er lækningatækjaframleiðandi og vinnur eftir gæðakerfi í samræmi við það (ISO 13485).
Starfið felst í almennum rekstri og viðhaldi á gæðakerfi Kvikna Medical, s.s. uppfærslu ferla, skjalayfirferð, innri úttektum, rýni stjórnenda, innleiðingu nýrra staðla og reglugerða sem og öðrum tilfallandi verkefnum innan gæðadeildarinnar. Næsti yfirmaður er gæðastjóri.
Gæða- og reglugerðarmál eru mjög umfangsmikil í heilbrigðistækni og er því um fjölbreytt og spennandi starf að ræða.
Farið er fram á háskólamenntun og gæti starfið t.d. hentað heilbrigðisverkfræðingum eða öðrum verkfræðingum, lyfjafræðingum eða öðrum með áhuga á gæðastjórnun og vöruþróun.
Laun taka mið af reynslu og menntun umsækjanda.
Í boði er vinna á framsæknum vinnustað við afar spennandi vöruþróun sem er á heimsvísu.
- Uppfærsla og viðhald á ferlum gæðakerfisins.
- Skjölun, skjalayfirferð og almenn vinnsla eftir ferlum gæðakerfisins.
- Þátttaka í innleiðingu staðla og reglugerða.
- Undirbúningur fyrir og þátttaka í úttektum.
- Undirbúningur fyrir rýni stjórnenda.
- Ýmis tilfallandi verkefni innan gæðadeildarinnar.
- Reynsla af vinnu við gæðakerfi (t.d. ISO 13485 eða 9001).
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í starfi.
- Tala og skrifa ensku mjög vel.
- Góð tölvukunnátta.