Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðingur í fyrirtækja- og ársreikningaskrár Skattsins

Skatturinn leitar að drífandi og áhugasömum sérfræðingi til starfa í ársreikningaskrá, á innheimtu- og skráasvið Skattsins. Ársreikningaskrá er hluti af fyrirtækja- og ársreikningskrá og fer með eftirlit með reikningsskilum félaga í atvinnurekstri. Hlutverk ársreikningaskrár er að taka á móti, varðveita og veita aðgang að skilaskyldum gögnum, þ.e. ársreikningum, samstæðureikningum og skýrslum stjórnar, og að hafa eftirlit með að innsend gögn séu í samræmi við ákvæði ársreikningalaga og viðeigandi reglugerða.

Gildi Skattsins eru fagmennska framsækni og samvinna. Um er að ræða fullt starf í aðalstöðvum Skattsins að Katrínartúni 6 í Reykjavík

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirferð og mat á hvort skilaskyld gögn séu í samræmi við ákvæði viðeigandi regluverks.
  • Greining á frávikum og annmörkum ásamt samskiptum við félög vegna úrbóta.
  • Samskipti við eftirlits- og regluvörsluaðila innanlands sem erlendis, m.a. um beitingu IFRS og ESRS staðla.
  • Gerð stjórnsýsluákvarðana.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast fyrirtækja- og ársreikningaskrá.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða), t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði eða skyldra greina
  • Þekking og/eða reynsla á sviði reikningshalds og endurskoðunar er æskileg
  • Þekking og/eða reynsla á sviði félaga- og stjórnsýsluréttar er kostur
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð greiningarhæfni og reynsla af því að vinna úr flóknum fjárhagsupplýsingum er æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Hreint sakavottor
Advertisement published1. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Expert
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Katrínartún 6
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Analytical skillsPathCreated with Sketch.PrecisionPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags