Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í BREEAM fyrir nýframkvæmdir

Verkfræðideild Isavia leitar að metnaðarfullum og reyndum sérfræðingi til að sjá um og hafa umsjón með BREEAM vottunarferli fyrir nýframkvæmdir okkar. Starfið felur í sér að þróa verklag og kröfur til kerfa í samvinnu við aðrar deildir Isavia og er því mikilvægt að hafa afburðar samskiptahæfileika og yfirgripsmikla þekkingu á lögnum og loftræsingu. Auk þess að taka þátt í nýjungum til orkusparnaðar og sjálfbærni.

Ef þú hefur áhuga á umhverfisvænni uppbyggingu, sjálfbærni og vilt taka þátt í að móta framtíð Keflavíkurflugvallar, þá gæti þetta verið rétta tækifærið fyrir þig.

Lykillinn að þeim árangri sem náðst hefur í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár eru fagleg vinnubrögð, teymishugsun og frumkvæði.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með BREEAM vottunarferli fyrir nýbyggingar

  • Vinna náið með hönnunar- og framkvæmdateymum til að tryggja að byggingarferli uppfylli kröfur BREEAM

  • Meta og skjalfesta sjálfbærniáætlanir verkefna til að tryggja að þau uppfylli staðla

  • Ráðgjöf um bestu sjálfbærni lausnir í samræmi við BREEAM staðla

  • Umsjón með samskiptum við vottunaraðila og aðra hagsmunaaðila

Hæfni og menntunarkröfur:

  • Menntun á sviði byggingarverkfræði- tæknifræði, umhverfisverkfræði eða skyldum greinum

  • Reynsla af BREEAM framkvæmdaverkefnum er skilyrði

  • Reynsla af vinnu við BREEAM vottunarferli er mikill kostur

  • Þekking á sjálfbærni og umhverfisvottunarkerfum í byggingariðnaði

  • Góð samskipta- og skipulagshæfni

  • Færni í að vinna sjálfstætt og innan hóps

Við bjóðum:

  • Krefjandi og spennandi verkefni á sviði sjálfbærrar uppbyggingar

  • Tækifæri til að móta sjálfbæra framtíð í byggingariðnaði

  • Hollan og góðan mat í mötuneyti

  • Allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu

  • Starf í framsæknu og metnaðarfullu vinnuumhverfi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingimundur Jónsson deildarstjóri í netfangið ingimundur.jonsson@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Advertisement published16. September 2024
Application deadline1. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
EnglishEnglishVery good
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Flexibility
Professions
Job Tags