Landskerfi bókasafna hf.
Landskerfi bókasafna hf.

Sérfræðingur í bókasafnakerfum og gagnavinnslu

Landskerfi bókasafna leitar að metnaðarfullum og tæknilega sterkum einstaklingi til að þróa og viðhalda sérhæfðum þjónustum fyrir bókasöfnin á Íslandi á grunni bókasafnakerfanna Gegnir og Leitir. Viðkomandi þarf að geta unnið bæði sjálfstætt og í þverfaglegu teymi sem sinnir þjónustu- og þróunarverkefnum fyrir bókasöfn.

Starfið krefst þekkingar á starfsumhverfi bókasafna og áhuga á að vinna að framförum í umhverfi þeirra. Það mun að einhverju leyti taka mið af þekkingu, reynslu og áhugasviði þess einstaklings sem verður ráðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón sameiginlegra gagna bókasafna byggt á högun kerfa.
  • Umsýsla bókfræðigagna í bókasafnakerfunum og sérhæfðar gagnavinnslur.
  • Þróun og innleiðing lausna sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í gagnaumsýslu.
  • Uppbygging og viðhald sérhæfðra kerfisþjónusta.
  • Notandaþjónusta og ráðgjöf til bókasafna.
  • Gerð verkferla og leiðbeininga.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, bókasafns- og upplýsingafræði eða skylt fag.
  • Þekking á bókasafnakerfinu Gegni.
  • Þekking á safnastarfi og skráningarmálum bókasafna.
  • Reynsla af gagnavinnslu og þekking á gagnagrunnum og stöðlum.
  • Mjög góð tölvufærni.
  • Hæfni til að greina og leysa flókin úrlausnarefni á skilvirkan hátt.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og ögun í vinnubrögðum.
  • Góð samskiptahæfni, þjónustulund og geta til að vinna í þverfaglegu teymi.
  • Gott vald á íslensku og/eða ensku í rituðu og mæltu máli.
Advertisement published28. February 2025
Application deadline11. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags