
Heimaleiga
Heimaleiga er hratt vaxandi fyrirtæki sem þjónustar 200 hótelíbúðir í skammtímaleigu. Meðal helstu verkefna Heimaleigu má nefna Sif Apartments, Blue Mountain Apartments og Iceland Comfort Apartments.
Sala og viðskiptaþróun
Viltu leiða sölu og viðskiptaþróun hjá einum af stærstu rekstraraðilum gistingar á Íslandi?
Við leitum að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á árangri.
Heimaleiga leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða tekjumyndun félagsins – hvort sem það er í gegnum bókunarsíður (OTAs), beinar bókanir eða B2B tækifæri.
Þetta er lykilhlutverk í ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki sem er í dag orðið fjórði stærsti rekstraraðili gistingar á höfuðborgarsvæðinu.
Starfið er hluti af stjórnendateymi Heimaleigu og heyrir beint undir forstjóra. Starfið felur í sér að vinna náið með öðrum stjórnendum Heimaleigu sem bera ábyrgð á rekstri, fjármálum og upplifun gesta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og framfylgja heildarstefnu fyrir tekjuöflun.
- Yfirumsjón með stefnu og frammistöðu á bókunarsíðum (OTA).
- Áhersla á að auka beinar bókanir.
- Kortleggja og þróa ný sölutækifæri, sbr. ferðaskrifstofur, fyrirtæki o.fl.
- Búa til og fylgjast með lykilmælikvörðum (KPI) og tekjuspá Heimaleigu.
- Náið og uppbyggilegt samstarf með öðrum í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu, dreifingu eða tekjustýringu í ferða- eða hótelgeiranum er kostur.
- Þekking á bókunarrásum (OTAs), verðlagningartólum og öðrum þáttum sem auka sölu er kostur.
- Tækniþekking sem nýtist í starfi og hæfni til að nota gögn til að taka upplýstar ákvarðanir.
- Strategískt hugsun og árangursrík reynsla í að hrinda ákvörðunum í framkvæmd.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í að vinna með öðrum.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynslu af teymisstjórnun.
- Framsýni, skipulagshæfni og drifkraftur.
- Mjög góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti.
Advertisement published27. August 2025
Application deadline10. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Grensásvegur 14, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sölufulltrúar í verslun Stórhöfða 25 - Hlutastörf. Tilvalið fyrir skólafólk.
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Lagerstarfsmaður og afgreiðsla
Dekkjahöllin ehf

Sölufulltrúi
IKEA

Söluráðgjafi Ford atvinnubíla
Ford á Íslandi | Brimborg

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd

Join our team at Point - Keflavík Airport!
SSP Iceland

Sölufulltrúi - helgarstarf
Myllan

Söluráðgjafi Polestar rafbíla
Polestar á Íslandi | Brimborg

Sölumaður í landbúnaðardeild
Landstólpi ehf

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE

Úthringiver
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Söluráðgjafi
Dagar hf.