
Kúnígúnd
Verslunin Kúnígúnd ehf. var stofnuð árið 1982 og var fyrst um sinn til húsa í Hafnarstræti 9. Árið 1985 fluttist svo verslunin á Skólavörðustíginn, óx þar og dafnaði til ársins 2002 en þá fluttist hún á Laugaveg 53b. Árið 2008 opnaði Kúnígúnd aðra verslun í Kringlunni sem haustið 2017 var flutt í stærra rými innan Kringlunnar þar sem opnuð var glæsileg verslun og vöruúrvalið þrefaldað. Haustið 2016 opnaði Kúnígúnd á Glerártorgi, Akureyri og er því aðgengileg íbúum á norðurlandi. Í versluninni í Kringlunni og á kunigund.is má finna allt okkar vöruúrval, en á Glerártorgi er úrvalið heldur minna en ávallt reynt að hafa allar vinsælustu vörurnar á hverjum tíma á Glerártorgi.
Vöruúrval hefur mikið breyst frá upphafi, frá svörtum pottum og íslenskum leir sem verslunin var þekktust fyrir þar til nú, að úrvali þekktustu framleiðanda Evrópu sem setja svip sinn á verslunina.
Meðal framleiðanda sem Kúnígúnd leggur áherslu á eru Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Holmegaard, WMF, LeCreuset, Wusthof, Rosendahl og Villeroy & Boch.
Frá upphafi hefur góð þjónusta, gott vöruúrval og fallegur frágangur til viðskiptavina verið aðalsmerki verslunarinnar. Við dreifum einnig vörum okkar til valdra verslana um land allt.
Sérstök fyrirtækjaþjónusta er einnig í boði, þar sem aðstoðað er að vinna gjafavörur fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini, allt innpakkað og tilbúið til afhendingar eftir óskum.

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd leitar að öflugum, jákvæðum og þjónustudrifnum sölufulltrúa til starfa í verslun okkar í Kringlunni. Um er að ræða helgarvaktir aðra hverja helgi, laugardaga 11-18 og sunnudaga 12-17.
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar þar sem rík áhersla er á ráðgefandi sölu og góða upplýsingamiðlun ásamt framúrskarandi þjónustu.
Sölufulltrúar Kúnígúndar taka einnig vaktir í Ibúðinni og Byggt og búið skv. samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðslu- og sölustörf ásamt framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum verslunarinnar.
- Áfyllingar og framstillingar.
- Móttaka og afhending á vörum.
- Þrif í verslun.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og þjónustörfum mikill kostur.
- Þekking og áhugi á heimilis- og gjafavörum.
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta.
Advertisement published27. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutProactiveHonestyClean criminal recordPositivityNon smokerSalesPunctualNo tobaccoNo vapingCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Lagerstarfsmaður og afgreiðsla
Dekkjahöllin ehf

Sölufulltrúi
IKEA

Söluráðgjafi Ford atvinnubíla
Ford á Íslandi | Brimborg

Hlutastarf í afgreiðslu.
Yndisauki ehf

Join our team at Point - Keflavík Airport!
SSP Iceland

Starf á skólabókasafni
Kópavogsskóli

Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf
Heilsuhúsið

Lyfja Patreksfirði - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja

Álftamýrarskóli - mötuneyti
Skólamatur

Sölufulltrúi - helgarstarf
Myllan

Söluráðgjafi Polestar rafbíla
Polestar á Íslandi | Brimborg

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur