
Heilsuhúsið
Heilsuhúsið hóf starfsemi sína í desember 1979 að Skólavörðustíg 1a og fagnaði því 35 ára afmæli á árinu 2014.
Við erum stolt af því að geta þjónustað og boðið viðskipavinum okkar uppá gæði og fjölbreytt vöruúrval í fjórum verslunum á stórreykjavíkursvæðinu og tveimur á landsbyggðinni.
Heilsuhúsið er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og leggjum við kapp á að öllum líði vel og að vinnuumhverfi sem og aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.
Mikið fræðslustarf er hluti af því að reka góðan vinnustað og eru reglulega haldin námskeið til að auka þekkingu og færni starfmanna auk þess sem fyrirtækið veitir styrkir til sí- og endurmenntunar. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar þróist og vaxi í starfi hjá fyrirtækinu. Öflugt starfsmannafélag sér svo til þess að við skemmtum okkur reglulega saman.
Heilsuhúsið er hluti af Lyfju hf. sem hlaut Jafnlaunavottun VR í nóvember 2015 og er Framúrskarandi fyrirtæki skv. Credit Info.
Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf
Heilsuhúsið í Kringlunni leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í þjónustu- og afgreiðslustarf. Um er að ræða framtíðarstarf í hlýlegu og uppbyggilegu umhverfi þar sem aðaláherslan er á faglega þjónustu og ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl.
Hlutverk og ábyrgð:
- Fagleg þjónusta við viðskiptavini
- Ráðgjöf um val á heilsuvörum
- Afgreiðsla og móttaka vara
- Áfyllingar og uppsetning vara í verslun
- Umhirða og þrif í verslun
Hvaða hæfni þarft þú að hafa?
- Góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund
- Áhuga á heilbrigðum lífsstíl
- Góða íslensku- og enskukunnáttu
- Reynslu af verslunarstörfum (kostur)
- Þekkingu og/eða reynslu af heilsuvörum (kostur)
Starfið:
Um er að ræða u.þ.b. 80% starfshlutfall og er vinnutími breytilegur.
- Mánudaga og þriðjudaga 12:00-18:30
- Miðvikudaga og fimmtudaga 10:00-17:00
- Föstudaga 10:00-17:00 eða 12:00-18:30 (til skiptis)
- Bakvakt aðra hvora helgi, bæði laugardag og sunnudag
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Lára Pétursdóttir, umsjónarmaður verslunar, [email protected] | S: 568-9266
Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Advertisement published27. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Kringlan 8-12, 103 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sölufulltrúi í Icewear Hveragerði
ICEWEAR

Starfsmaður í hreinlætistækjadeild - BYKO Breidd
Byko

Þjónustufulltrúi - Móttaka
Icetransport

Sölufulltrúi
IKEA

Hlutastarf í afgreiðslu.
Yndisauki ehf

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd

Join our team at Point - Keflavík Airport!
SSP Iceland

Starf á skólabókasafni
Kópavogsskóli

Lyfja Patreksfirði - þjónusta og ráðgjöf
Lyfja

Álftamýrarskóli - mötuneyti
Skólamatur

Sölufulltrúi - helgarstarf
Myllan

Leikskólinn Klambrar - mötuneyti
Skólamatur